Nýr lögregluvefur
Nýr lögrelguvefur
Nýverið fór í loftið nýr vefur Lögreglunnar; www.logreglan.is, útliti vefjarins hefur nú verið umbylt og ýmsar breytingar hafa verið gerðar á vefnum, sem vonandi reynast til bóta fyrir lesendur hans.
Helstu breytingar og viðbætur eru eftirfarandi:
- Nýtt og breytt útlit.
- Nýtt vefumsjónarkerfi hefur verið tekið í notkun, Webthor, sem gerir það að verkum að hægt er að setja inn efni í gegnum vefskoðara (web browser) hvaðan sem er, þannig að miklu auðveldara verður að halda vefnum við. Lögregluembættin þurfa ekki að kaupa neinn aukabúnað til þess að viðhalda sínum síðum. Aðgangsstýrikerfi er innbyggt í Webthor sem gerir það að verkum að auðvelt er að veita einstökum starfsmönnum embættanna aðgang til að halda við sínum síðum.
- Allt leiðarkerfi vefsins hefur verið bætt til muna til þess að auðvelda aðgengi að efni hans.
- Öflug leitarvél er nú til staðar til að leita að efni innan vefsins.
- Betra aðgengi er að netföngum starfsmanna lögreglu og öflug leitarvél því tengd.
- Myndskoðunarkerfi hefur verið tekið í notkun sem hægt er að nýta undir hvaða flokki innan vefsins sem er, sjá t.d. nú undir liðnum "Saga lögreglunnar".
- Nýr liður, "Spurt og svarað", hefur verið tekin í notkun og þar tekið mið af algengustu fyrirspurnum sem berast um hin ýmsu mál.