Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2002 Utanríkisráðuneytið

Stefán Haukur Jóhannesson formaður kærunefndar WTO vegna tolla á innflutt stál

Nr. 076

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Þann 25. júlí s.l. var Stefán Haukur Jóhannesson, fastafulltrúi Íslands í Genf, tilnefndur til að gegna formennsku kærunefndar til að úrskurða í deilu aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja verndartolla á innflutt stál.

Evrópusambandið og sjö aðildarríki WTO, Brasilía, Kórea, Japan, Kína, Sviss, Noregur og Nýja Sjáland, hafa lagt fram kæru á hendur Bandaríkjastjórn fyrir meint brot á samningsskuldbindingum gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Í kærunefndinni sitja auk fastafulltrúa Íslands tveir aðrir úrskurðaraðilar, Margaret Liang frá Singapúr og Mohan Kumar frá Indlandi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 30. júlí 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta