Hoppa yfir valmynd
31. júlí 2002 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra með viðskiptaráðherra Möltu

Nr. 078

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í dag átti Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, fund með Josef Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu. Ræddu ráðherrarnir um tvísköttunarsamning milli landanna, mögulegt samstarf í viðskiptum og á heilbrigðissviði. Einnig ræddu þeir um stækkun Evrópusambandsins og væntanlega aðild Möltu að Evrópusambandinu og að EES samningnum. Í því sambandi ræddu þeir framgang aðildarviðræðna Möltu að Evrópusambandinu, sérstaklega samningaviðræður þeirra um landbúnað og fiskveiðar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 31. júlí 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta