Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Varasjóður húsnæðismála tekur formlega til starfa

Með lögum nr. 86/2002, um breytingu á lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál, með síðari breytingum, var lagður grunnur að starfrækslu nýs sjóðs, varasjóðs húsnæðismála. Hinum nýja sjóði er ætlað að veita framlög til sveitarfélaga og félaga á þess vegum vegna félagslegra íbúða, sbr. nánari ákvæði þar að lútandi, og tekur hann jafnframt við öllum réttindum og skyldum varasjóðs viðbótarlána sem lagður verður niður samhliða.

Í samræmi við framangreind lög hefur félagsmálaráðherra nú þegar skipað varasjóðnum fimm manna ráðgjafarnefnd. Í nefndinni eru:

    Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar
    Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
    Gunnar Bragi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði
    Hallgrímur Guðmundsson, sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og
    Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og starfsmaður.

Varasjóður húsnæðismála tekur formlega til starfa þann 1. ágúst 2002 og leggst starfsemi varasjóðs viðbótarlána því niður frá og með sama tíma. Heimilisfang hins nýja sjóðs er hið sama og félagsmálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Síma- og myndsendinúmer er hið sama og hjá ráðuneytinu, sbr. bréfhaus hér að ofan og veffang varasjóðsins er http://felagsmalaraduneyti.is/varasjodur, en þar er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn.

Unnið er að undirbúningi frekari reglna um starfsemi sjóðsins og munu upplýsingar þess efnis berast sveitarfélögum innan tíðar.

Frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 545-8100 eða á netfanginu [email protected].

Garðar Jónsson
Formaður ráðgjafarnefndar varasjóðs húsnæðismála


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta