Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagskrá - European Language Portfolio dagana 6. og 7. september 2002.

Kynning á European Language Portfolio 6. - 7. september 2002


Föstudagur 6. september

14.00-15.00: Introduction to the ELP – origins, principles and purpose –
David Little
15.00-15.30: Kaffihlé
15.30-16.30: How the ELP has been used in practice – examples from Ireland
and elsewhere – David Little
16.30-17.00: Questions and discussion

Laugardagur 7. september
10.00-11.00: Learner autonomy – David Little
11.00-11.30: Kaffihlé
11.30-12.30: Group discussion: What do we hope to achieve by introducing
the ELP into Icelandic schools?
12.30-13.30: Hádegishlé
13.30-15.00: Group discussion folloved by suggestions from D.L. and plenary session.



European Language Portfolio

Á undanförnum áratugum hefur Evrópuráðið staðið fyrir rannsókna- og þróunarstarfi á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu. Eitt þeirra verkefna sem unnið hefur verið að undanfarin ár er svokallað Portfolio verkefni (European Language Portfolio-ELP).
Markmið verkefnisins eru meðal annars að
· efla tungumálakunnáttu og fjöltyngi í öllum aldurshópum
· auka ábyrgð og sjálfstæði í námi
· koma á samræmdu kerfi til að meta færni og kunnáttu í tungumálum með það fyrir augum að auðvelda Evrópubúum að fá tungumálakunnáttu sína metna
· standa vörð um menningarlegan margbreytileika og stuðla að gagnkvæmum skilningi og umburðarlyndi meðal þjóða.

Verkefnið skiptist í þrjá þætti:
Í fyrsta lagi er tungumálapassi (The Language Passport). Þar er m.a. skráð færni nemandans í hinum ýmsu þáttum tungumálsins, formleg próf sem hann hefur tekið og reynsla af samskiptum við önnur menningarsamfélög. Þarna kemur inn sjálfsmat nemandans, mat kennara og formlegt námsmat. Mat á tungumálafærni er byggt á viðmiðum sem Evrópuráðið hefur mótað (The Common European Framework). Þessi passi á að greiða götu þeirra sem fara á milli landa og vilja fá tungumálkunnáttu sína metna.

Í öðru lagi er ferilskrá (The Language Biography). Í hana skráir nemandinn jafnt og þétt eigið mat á ferli námsins og framförum og ígrundar eigin stöðu. Þarna eru einnig skráð nám og reynsla sem nemandinn hefur aflað sér utan skóla eins og t.d. samskipti við fólk úr öðrum menningarsamfélögum.

Loks er mappa (The Dossier) með sýnishornum af því sem skráð er í tungumálapassanum og ferilskránni.

Öll vinna sem fylgir Portfolio verkefninu krefst virkrar þátttöku nemandans, einkum þó dagbókin. Hún á að hjálpa nemandanum að meta og ígrunda eigin frammistöðu og framfarir og stuðla þannig að því að hann læri að bera ábyrgð á eigin námi (learner autonomy). Evrópuráðið leggur mikla áherslu á mikilvægi þessa þáttar. Þess má geta að í nýju námsefni í ensku fyrir byrjendur, Portfolio, er hann einn af þáttunum.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á eftirfarandi vefslóð:
http://culture.coe.int/lang

Nokkrir íslenskir tungumálakennarar hafa sótt ráðstefnur, námskeið og fundi þar sem Portfolio verkefnið hefur verið kynnt. Tilraunir með það hafa staðið yfir í ýmsum Evrópulöndum.

Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til að vinna að framgangi verkefnisins hér á landi.
Nefndin er þannig skipuð:
Oddný Sverrisdóttir, formaður
Adda María Jóhannsdóttir
Aldís Yngvadóttir
Auður Torfadóttir
Hafdís Ingvarsdóttir
Þórhildur Oddsdóttir

Erna Árnadóttir, menntamálaráðuneyti, er starfsmaður nefndarinnar.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta