European Language Portfolio dagana 6. og 7. september 2002
Til skólastjóra grunnskóla, skólameistara framhaldsskóla, skólaskrifstofa og háskólastofnana
European Language Portfolio dagana 6. og 7. september 2002
Menntamálaráðuneytið gengst fyrir kynningu á European Language Portfolio dagana 6. og 7. september nk. og er hún sérstaklega ætluð íslenskum tungumálakennurum, skólastjórnendum og öðrum hagsmunaaðilum á sviði tungumálakennslu. European Language Portfolio er eitt þeirra verkefna sem Evrópuráðið hefur þróað og lagt áherslu á undanfarin ár. Gerð hefur verið tilraun með notkun ELP í mörgum Evrópulöndum.
Kynningarfundurinn verður haldinn í Borgartúni 6 og hefst kl 14:00 föstudaginn 6. september og lýkur laugardaginn 7. september um kl 15:00. Aðalfyrirlesari verður David Little sérfræðingur um Portfolio og einn af frumkvöðlum verkefnisins hjá Evrópuráðinu. Ráðuneytið hefur skipað nefnd til að vinna að framgangi málsins hér á landi og er Oddný G. Sverrisdóttir, dósent, formaður nefndarinnar.
Í framhaldi af kynningunni mun ráðuneytið leita eftir skólum sem tilbúnir eru til að gera tilraun með notkun European Language Portfolio í tungumálakennslu.
Mælst er til þess að skólastjórar og skólameistarar beini athygli tungumálakennara í skólum sínum að kynningunni.
Meðfylgjandi eru drög að dagskrá og kynningarefni um European Language Portfolio. Ráðstefnan er öllum heimil meðan húsrúm leyfir, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þátttöku ber að tilkynna til Ernu Árnadóttur í menntamálaráðuneytinu í síðasta lagi 3. september í síma: 545 9500, netfang: [email protected].
(Ágúst 2002)