Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2002 Dómsmálaráðuneytið

Rússnesk sendinefnd stödd hér á landi.

Nr. 15/ 2002

Fréttatilkynning



Dagana 15.-17. ágúst nk. verður stödd hér á landi rússnesk sendinefnd undir forystu Hr. Gennady Kirillov, fyrsta aðstoðarráðherra almannavarna og björgunarmála í Rússlandi (First Vice Minister of EMERCOM of Russia - Ministry of the Russian Federation for Civil Defence, Emergencies and Elimination of Consequences of Natural Disasters). Tilgangur ferðar sendinefndarinnar hingað til lands er að vinna að gerð samkomulags við íslensk stjórnvöld um samvinnu við uppsetningu á samræmdu neyðarnúmeri, 1-1-2, í Kaliningrad í Rússlandi.

Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra mun eiga fund með Hr. Kirillov og sendinefnd hans fimmtudaginn 15. ágúst nk. Í kjölfarið verður haldinn blaðamannafundur þar sem verkefnið verður kynnt nánar. Hér með er boðað til þess fundar, sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu 15. ágúst nk. og hefst hann kl. 9.30.


Í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
14. ágúst 2002.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta