Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2002 Utanríkisráðuneytið

Koma bandarískra herskipa til Íslands

Nr. 82

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Bandarísku tundurspillarnir USS Porter, USS Arleigh Burke og freigátan USS Carr koma til Reykjavíkurhafnar dagana 23. - 26. ágúst n.k. til að hvíla áhöfn og taka vistir. Skipin verða á leið til þátttöku í kafbátarleitaræfingu vestur af Íslandi (KEFTACEX 02), sem stendur dagana 23. ágúst til 9. september n.k., en skip og flugvélar frá átta öðrum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins taka þátt í æfingunni. Á meðal síðarnefndra verða norski kafbáturinn UTSIRA og danska freigátan HDMS Vædderen, sem einnig koma til hafnar. Þetta er í áttunda skipti sem æfing af þessu tagi er haldin.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21. ágúst 2002.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta