Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Þátttaka Íslands að bíllausum degi


Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, undirritaði í dag yfirlýsingu um formlega þátttöku Íslands að bíllausum degi - European "In town without my car" day pledge.

Sunnudaginn 22. sept. nk. verður haldinn bíllaus dagur í Evrópu fjórða árið í röð. Frakkar stóðu fyrstir að bíllausum degi árið 1998. Reynslan af bíllausa deginum hefur verið góð og verður nú í fyrsta sinn efnt til sérstakrar flutningaviku (European Mobility Week) í tengslum við daginn, nánar tiltekið vikuna 16.-22. sept nk.

Með undirritun Sivjar Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, að formlegri þátttöku Íslands í átakinu er tryggt að íslensk sveitarfélög sem taka þátt í bíllausa deginum eða flutningavikunni komast á lista yfir þátttakendur. Yfir 1000 borgir og bæir í Evrópu hafa þegar tilkynnt um formlega þátttöku í bíllausa deginum og um 300 sveitarfélög hafa þegar ákveðið að taka þátt í flutningavikunni.

Framkvæmdin á Íslandi og í Evrópu. Nánar...



Fréttatilkynning nr. 19/2002
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta