Aðalnámskrá tónlistarskóla - Einsöngur
Til skólastjóra tónlistarskóla
Aðalnámskrá tónlistarskóla - Einsöngur
Meðfylgjandi er nýtt hefti af aðalnámskrá tónlistarskóla, þ.e. greinanámskrá fyrir einsöng, sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út. Þetta er sjötta ritið af aðalnámskrá tónlistarskóla. Skólastjórar eru beðnir um að koma eintökum af námskránni til viðkomandi kennara.
Eftir útsendingu er unnt að afla fleiri eintaka hjá Hagstofu Íslands, Bókaverslun Máls og menningar og Tónastöðinni, en aðalnámskrá tónlistarskóla er til sölu á þessum stöðum.
Auk prentaðrar útgáfu er námskráin einnig birt á heimasíðu menntamálaráðuneytis undir hnappi námskrár, vefslóð: www.menntamalaraduneyti.is
Fleiri greinanámskrár eru væntanlegar síðar á árinu og verða sendar tónlistarskólum þegar þær koma út. Næst í röðinni verður námskrá fyrir fyrir gítar og hörpu.
Á vegum menntamálaráðuneytisins er stefnt að heildstæðri kynningu aðalnámskrárinnar við lok útgáfu.
Fyrirspurnum um námskrármál má beina til Njáls Sigurðssonar í grunnskóla- og leikskóladeild ráðuneytisins, netfang: [email protected]
(Ágúst 2002)