Hoppa yfir valmynd
2. september 2002 Heilbrigðisráðuneytið

Námsstefna um nýtt fjármögnunarkerfi - Nord DRG

Námsstefna: Nýtt fjármögnunarkerfi - NORD DRG
Námsstefna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Landspítala - háskólasjúkrahúss; Nýtt fjármögnunarkerfi - NORD DRG, verður haldin í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík 16. og 17. september. NámsStefnan er ætluð stjórnendum og öðrum sem koma að fjármálastýringu bæði á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og utan hans. Fjallað verður um nýtt fjármögnunarkerfi LSH, svo kallað Nord DRG flokkunarkerfi. Tveir gesta fyrirlesarar koma frá Svíþjóð og Finnlandi, Martti Virtanen, læknir og tölvunarfræðingur og Mona Heurgren, hagfræðingur, en þau hafa starfað lengi við hönnun og skipulag Nord DRG kerfisins. Tilgangur námsstefnunnar er að auka skilning og þekkingu á aðferðafræði flokkunarkerfisins og að læra hvernig það getur nýst í daglegum rekstri spítalans. Jafnframt verður fjallað um þróun og innleiðingu flokkunarkerfisins á Landspítala – háskólasjúkarhúsi. Meðfylgjandi er dagskrá námsstefnunnar. Þátttökugjald er kr. 5.000. Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, eigi síðar en 3. september. Sími: 5458700.

Netfang: gudrun.gunnarsdottir hjá htr.stjr.is
DAGSKRÁ NÁMSSTEFNUNNAR... (pdf-skrá)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta