Hoppa yfir valmynd
6. september 2002 Heilbrigðisráðuneytið

-Nýir vikulegir fréttapistlar - 31. ágúst - 06. september 2002 - MEIRA

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Áætlana- og þróunarskrifstofa
September 2002

Upplýsingar um fjárframlög til heilbrigðismála á Íslandi
og samanburður við önnur lönd.


Að gefnu tilefni skal þess getið að upplýsingar frá OECD sýna að þegar heildarútgjöld einstakra ríkja til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VÞF) eru borin saman var Ísland í 6. sæti meðal OECD-ríkja árið 2000. Heilbrigðisútgjöldin árið 2000 voru í Kanada 9,1% af VÞF, Frakklandi 9,5% af VÞF, Þýskalandi 10,6% af VÞF, Sviss 10,7% af VÞF og Bandaríkjunum 13,0% af VÞF. Útgjöldin hér á landi voru það ár 8,9% af VÞF og er það svipað og á hinum Norðurlöndunum og í flestum löndum V-Evrópu. Samanburður sýnir að á tímabilinu 1990-1998 var Ísland að meðaltali í 10. sæti meðal OECD-ríkja með tilliti til þess hverju þau verja til heilbrigðismála.

Í þessum útreikningum ná tölur OECD ekki aðeins til útgjalda ríkis og sveitarfélaga heldur einnig framlaga atvinnurekenda, frjálsra trygginga og einstaklinganna sjálfra. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar reynt er að fá heildarmynd af útgjöldum einstakra ríkja til heilbrigðismála.
>SKOÐA TÖFLU OECD... (pdf.skrá)

Norræna hagskýrslunefndin á sviði heilbrigðis- og tryggingamála (NOSOSKO) hefur í meira en hálfa öld gefið út staðtölur um heilbrigðis- og tryggingamál. Í ársskýrslu nefndarinnar eru birtar tölur um útgjöld til félags- og heilbrigðismála á Norðurlöndum og jafnframt er þar að finna sérstakt yfirlit um útgjöld til heilbrigðismála eingöngu. Þær tölur eru taldar vera hvað áreiðanlegastar í samanburði milli landa. Flokkunarkerfi NOSOSKO er að stofni til hið sama og stuðst er við í evrópskum tölfræðiupplýsingum á vegum Evrópusambandsins, þ.e.a.s. svonefnt ESSPROS-flokkunarkerfi (European System of Integrated Social Protection Statistics). Þess ber að geta að í þeim tölum er ekki að finna bein útgjöld einstaklinga.

Samkvæmt skýrslu NOSOSKO fyrir árið 2000, sem væntanlega er í þessum mánuði, voru útgjöld norrænu ríkjanna sem hlutfall af VÞF sem hér segir:

Danmörk 5,5 % af VÞF
Finnland 5,8% af VÞF
Ísland 7,6% af VÞF
Noregur 8,5% af VÞF
Svíþjóð 8,4 % af VÞF

Í ársskýrslu NOSOSKO er einnig birt tafla um heildarútgjöld til heilbrigðis- og félagsmála sem hlutfall af VÞF og eru tölurnar fyrir ári 2000 sem hér segir:

Danmörk 28,7% af VÞF
Finnland 25,2% af VÞF
Ísland 19,7% af VÞF
Noregur 25,3% af VÞF
Svíþjóð 32,3% af VÞF

Í samanburði á heilbrigðisútgjöldum hér á landi við önnur ríki verður að taka tillit til vægis bæði heilbrigðisútgjalda og útgjalda til félagsmála. Ekki er ósennilegt að tiltölulega lág útgjöld til félagsmála skýrist að hluta af miklum heilbrigðisútgjöldum. Ennfremur bendir margt til þess að við njótum ekki í sama mæli og önnur lönd hagkvæmni stærðarinnar við uppbygginu heilbrigðisþjónustunnar. Við Íslendingar erum fáir og búum í dreifbýlu landi og það gerir að verkum að kostnaður við uppbyggingu og rekstur margra þátta heilbrigðisþjónustunnar er meiri en víða annars staðar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta