Hoppa yfir valmynd
6. september 2002 Matvælaráðuneytið

Löggildding Ex-it skiljunnar felld niður.

Fréttatilkynning


Ráðuneytið hefur í dag að fenginni tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar ákveðið að frá 1. nóvember 2002 falli niður löggilding til notkunar á smáfiskaskiljunni Ex-it sem gengið hefur undir nafninu "Stundaglasið" á svæðum þar sem notkun smáfiskaskilju er áskilin. Þrátt fyrir jákvæðar niðurstöður rannsókna með Ex-it skiljunni á sínum tíma sem leiddu til löggildingar hennar, hafa síðar komið í ljós annmarkar og misvirkni á skiljunni við að skilja út smáfisk. Í athugun er ný gerð smáfiskaskilju frá sama framleiðanda. Má búast við að ákvörðun um hvort hún hlýtur löggildingu verði tekin fljótlega.


Sjávarútvegsráðuneytið 6. september 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta