Umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesjum
10. sept. 2002
Átta sóttu um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesjum sem auglýst var laust til umsóknar í ágúst. Eftirtaldir sóttu um starfið: Aðalsteinn J. Magnússon, rekstrarhagfræðingur, Jónína A. Sanders, viðskiptafræðingur MBA, Óskar J. Sandholt, grunnskólafulltrúi, Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri, Sigurður H. Engilbertsson, innheimtustjóri, Skúli Thoroddsen, lögfræðingur, Stella Olsen, skrifstofustjóri, og Valbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri.
Matsnefnd, sem metur hæfni umsækjenda um stöður framkvæmdastjóra sjúkrahúsa, sbr. 30. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990, fer nú yfir umsóknirnar og skilar heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra niðurstöðu sinni. Að fenginni tillögu stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesjum skipar ráðherra framkvæmdastjóra til næstu fimm ára.