Hoppa yfir valmynd
11. september 2002 Matvælaráðuneytið

Samkeppnisstaða skipaiðnaðar, skýrsla Deloitte & Touche.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 11/2002





Deloitte & Touche hefur skilað iðnaðarráðuneyti, Samtökum iðnaðarins og Málmi, samtökum fyrirtækja í málmiðnaði, skýrslu (pdf-skrá 396 Kb) um samkeppnisstöðu skipaiðnaðar á Íslandi. Tilgangur verkefnisins var að afla þekkingar á starfsskilyrðum skipaiðnaðar í helstu samkeppnislöndum Íslands. Í skýrslunni er lagt mat á æskilega þróun skipaiðnaðar hér á landi og lagðar fram tillögur að úrbótum.

Meginniðurstöður í skýrslunni eru þær að miklar sveiflur einkenni skipaiðnað á Íslandi. Þannig hefur samdráttur verið mikill undanfarin ár. Sveiflur í gengi krónunnar hafa veikt samkeppnisstöðu iðnaðarins og hátt vaxtastig og erfiðleikar við öflun rekstrarfjár og fjármögnun verkefna hefur einnig veikt iðnaðinn. Kostnaður við útseldan tíma á Íslandi er hins vegar með því lægsta í Norður-Evrópu. Samþjöppun í útgerð og samkeppni við nýsmíði í láglaunalöndum hefur reynst iðnaðinum erfið. Meðalaldur íslenska bátaflotans er mjög hár og miklar tímabundnar sveiflur hafa einkennt endurnýjun flotans. Ef eingöngu er miðað við innanlandsflotann er ljóst að skipaiðnaðurinn býr við mikla umframafkastagetu.

Til að unnt verði að styrkja stöðu íslensks skipaiðnaðar er lagt til í skýrslunni að gripið verði til fimm megin ráðstafana.
    • Að fjármögnun og tryggingar vegna útflutnings og samningsgerðar verði aukin.
    • Að samstarf innan greinarinnar verði aukið og einnig samstarf við skipahönnuði. Með sameiginlegri markaðssókn verði útflutningur aukinn.
    • Að styðja við hagræðingu fyrirtækja í greininni, m.a. með því að koma á virku gæðaeftirliti.
    • Að koma á formlegu samráði hagsmunaaðila og viðkomandi stjórnvalda um framkvæmd opinberra útboða.
    • Að fullnægja hæfniskröfum og vinna að því að menntun og símenntun starfsmanna í skipaiðnaði taki ætíð mið af tækniþróun, gæðakröfum og aukinni framleiðni.
Reykjavík, 11. september 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta