Hoppa yfir valmynd
13. september 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heimasíða átaks gegn verslun með konur opnuð

Á heimasíðunni má finna allar upplýsingar um sameiginlega átakið og átak í hverju ríki fyrir sig, s.s. markmið átaksins, mismunandi áherslur þess og mismunandi tengiliði. Slóðin er: http://www.nordicbalticcampaign.org.

Verslun með konur er ört vaxandi vandamál. Í júnímánuði 2001 ákváðu hin átta ríki Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna að sameina krafta sína og berjast gegn verslun með konur. Ríkin eru ásátt um að einungis með samvinnu geti þau barist gegn þessu vandamáli sem teygir sig yfir landamæri. Hið sameiginlega átak miðar að því að vekja athygli á vandamálinu og upplýsa almenning, ríkisstjórnir, stjórnvöld og frjáls félagasamtök um verslun með konur, bæði almennt og hvernig vandamálið horfir við í einstökum ríkjum.

Átakið hófst með sameiginlegri ráðstefnu sem haldin var í Tallinn í maí 2002, þar sem fjallað var um hlutverk kvenna í Eystrasaltsríkjunum, hlutverk fjölmiðla í samfélaginu og löggjöf um verslun með fólk. Næsta ráðstefna, sem haldin verður 20.-22. október nk. í Vilnius í Litháen mun fjalla um stuðning og vernd fórnarlamba. Þriðja og síðasta ráðstefnan sem haldin verður 27.-29. nóvember nk. í Riga í Lettlandi mun fjalla um þá hlið vandamálsins sem snýr að eftirspurn. Þá verður einnig rætt hvernig samvinnu ríkjanna í baráttunni gegn verslun með konur verður háttað í framtíðinni.

Til viðbótar hinum sameiginlegu verkefnum, skipuleggur hvert ríki einnig átak í sínu landi sniðið eftir þörfum þess lands.

Sameiginlega átakið er styrkt og fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni.

Upplýsingar um átak Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna gegn verslun með konur:
Gunilla Ekberg, Yfirverkefnisstjóri
Division for Gender Equality, Department of Industry, Employment and Communications
Jakobsgatan 26, S-103 33 Stockholm, SWEDEN
Phone: +46-8-405 5386
Email: [email protected]

Upplýsingar um heimasíðu átaksins:
Kristina Luht, verkefnisstjóri og netstjóri
Ministry of Social Affairs
Gonsiori 29, 15027 Tallinn, Estonia
Phone: +372-626-9851
Email: [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta