Hoppa yfir valmynd
19. september 2002 Matvælaráðuneytið

Ísland í fremstu röð.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 12/2002



Samkeppnisstaða Íslands er góð í mörgum atvinnugreinum og umhverfi fyrirtækja hérlendis er með því besta sem gerist, samkvæmt niðurstöðu alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar KPMG á stofn- og rekstrarkostnaði fyrirtækja.

Markmið rannsóknarinnar var að svara spurningunni: Hvað kostar að stofna og reka fyrirtæki fyrstu tíu árin í mismunandi atvinnugreinum?

Verkefnið tók til 27 mikilvægra kostnaðarliða fyrirtækja í 87 borgum í 7 Evrópuríkjum (Austurríki, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Íslandi, Ítalíu og Þýskalandi), Bandaríkjunum, Kanada og Japan.
    • Kostnaður reyndist minnstur í Kanada en Ísland og Bretland fylgdu þar fast á eftir. Japan kom verst út úr þessum samanburði.
Hinir 14 flokkar atvinnugreina í verkefninu voru framleiðsluiðnaður af ýmsu tagi, rannsókna- og þróunarstarfsemi, frumþróun hugbúnaðar, hönnun margmiðlunarefnis og heimasíðugerð, fjölnota þjónusta í verum (t.d. símsvörun og tölvuþjónusta), hýsing
á vél- og hugbúnaði fyrirtækja/netþjónabú og stoðtækjaframleiðsla.

Samkeppnisstaða Íslands er einkum góð í greinum sem byggjast á vel menntuðu vinnuafli, t.d. í hátækni og rannsókna- og þróunarstarfsemi.

Jákvæð heildarniðurstaða

Í heildina tekið er niðurstaðan jákvæð fyrir Ísland. Þar vegur eftirfarandi þungt og hlýtur að vekja sérstaka eftirtekt:
    • Hugbúnaður: Ísland í 1. sæti.
    • Rannsóknir og þróun: Ísland í 1. sæti.
    • Hýsing vél- og hugbúnaðar: Ísland í 1. sæti.
    • Stoðtækjaframleiðsla: Ísland í 1. sæti.
    • Lyfjaframleiðsla: Ísland í 1. sæti.

Ísland var hins vegar í meðallagi varðandi þjónustuver, tiltekna þætti efnaframleiðslu og málmiðnaðar og neðarlega á listanum þegar kom að plastvöruframleiðslu og framleiðslu á pökkuðum og þurrkuðum matvælum (t.d. kex- og sælgætisframleiðslu).


Helstu kostnaðarliðir og styrkur/veikleiki Íslands
Styrkur
Veikleiki
· Lágur launakostnaður/launatengd gjöld hjá sérhæfðu starfsfólki · Hár flutningskostnaður
· Hagstætt skattaumhverfi · Hár byggingarkostnaður
· Lágur orkukostnaður · Hár símakostnaður
· Lágur lóðakostnaður
· Lág húsaleiga

Rannsóknin tók ekki til kostnaðar einstaklinga (t.d. skatta einstaklinga), viðskiptaumhverfis (t.d. framboðs og menntunar vinnuafls) eða almennra lífsgæða.

KPMG Ráðgjöf stýrði verkinu. Það er byggt á aðferðafræði sem þróuð var af KPMG í Kanada og beitt við þekkta alþjóðlega rannsókn KPMG: "Competitive Alternatives". Fjárfestingarstofan var bakhjarl verkefnisins hérlendis og samdi við KPMG Ráðgjöf um að gera úttekt á samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi. Helstu stuðningsaðilar verkefnisins voru Landsbanki Íslands og Aflvaki en fleiri fyrirtæki og sveitarfélög lögðu því lið, m.a. Íslenskir aðalverktakar, Delta, Hitaveita Suðurnesja, Verslunarráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Reykjanesbær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær.
Reykjavík, 19. september 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta