Opinber heimsókn utanríkisráðherra Suður Afríku til Íslands
Nr. 092
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Utanríkisráðherra Suður Afríku, dr. Dlamini Zuma, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 22.-24. september næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Á fundi utanríkisráðherra Íslands og Suður Afríku 22. september á Þingvöllum verða rædd meðal annars gagnkvæm samskipti ríkjanna, ástand mála í sunnanverðri Afríku, allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Utanríkisráðherra Suður Afríku mun einnig eiga fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og heimsækja Delta hf. Þá mun utanríkisráðherrann halda fyrirlestur um svæðisbundna þróunarsamvinnu í Afríku, NEPAD, á vegum Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólabíó mánudaginn 23. september kl. 10:15.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. september 2002