Hoppa yfir valmynd
24. september 2002 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra Suður-Kóreu

Nr. 093

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu



Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Sung-hong Choi, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 26.- 28. september næstkomandi í boði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Á fundi utanríkisráðherra Íslands og Suður-Kóreu 27. september í ráðherrabústaðnum verður meðal annars rætt um efnahagsástand landanna, tengsl þeirra við grannríki sín, tvíhliða samstarf þeirra á milli í viðskiptamálum og möguleika á fríverslunarsamningi Suður-Kóreu og EFTA. Ráðherrarnir munu einnig ræða um alþjóðleg viðskipta- og umhverfismál og meta árangur af leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem fram fór í Jóhannesarborg í ágúst sl.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. september 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta