Hoppa yfir valmynd
24. september 2002 Utanríkisráðuneytið

Umsýslustofnun varnarmála hættir starfsemi

Nr. 094

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Ákveðið hefur verið að gera breytingar á fyrirkomulagi við sölu á afgangsvörum varnarliðsins og starfsmanna þess vegna breyttra aðstæðna og verulegs samdráttar í sölu á varningi af þessu tagi.

Breytingarnar felast í því að Umsýslustofnun varnarmála hættir starfsemi frá og með næstu áramótum. Mun verslun á Grensásvegi 9 verða lokað frá 30. nóvember næstkomandi. Frá þeim tíma verður öll umsýsla sem fylgir sölu á umfram-og afgangsvöru varnarliðsins og starfsmanna þess falin embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 24. september 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta