Hoppa yfir valmynd
25. september 2002 Matvælaráðuneytið

Heimsókn sjávarútvegsráðherra Rússlands.

Fréttatilkynning


Dagana 23. og 24. september hafa staðið yfir fundir sjávarútvegsráðherra Íslands Árna M. Mathiesen og Evgeniy Nazdradenko, sjávarútvegsráðherra Rússlands. Í fundarlok undirrituðu ráðherrarnir bókun og eru efnisatriði hennar eftirfarandi:
  • ·Að halda áfram sameiginlegri vinnu að undirbúningi rússnesk-íslensks samkomulags, varðandi gæði fiskafurða, en haldin verður sýning-samkeppni um gæði fiskafurða í Moskvu á næstunni.
  • Að hefja viðræður um gagnkvæman stuðning á sviði fjareftirlits eftir skipum beggja landanna, sem stunda veiðar í lögsögu Rússlands eða Íslands á grundvelli landsmiðstöðva gervihnattaeftirlits með það að markmiði að fækka eftirlitsmönnum um borð í skipum. Sérfræðingar landanna um fjareftirlit munu hittast í Moskvu í byrjun október til að ræða um þessi mál.
  • ·Að koma á viðræðum í Sankti-Pétursborg frá 12-18.október til að ná samkomulagi varðandi veiðar á síld.
  • ·Að halda áfram að vinna að mótun sameiginlegrar stefnu varðandi veiðar á NAFO-svæðinu, þ.á.m. varðandi eftirlit með veiðunum.
  • ·Að skipuleggja rússnesk-íslenskar viðræður með þátttöku vísindamanna um rannsóknir á vegum NEAFC á úthafskarfa í Irminger-hafinu til þess að ná fullu samkomulagi í tengslum við þennan stofn og stjórnun veiða úr honum.
  • ·Að kanna möguleika á að jafna deilu varðandi skuld "Karelrybflots" við "Marel Trading" á grundvelli samkomulags, sem náðist í heimsókn forseta Íslands til Moskvu í því skyni að leysa úr þessu máli sem fyrst.
  • ·Að halda áfram samstarfi um sjálfbæra nýtingu sjávarspendýra, þ.á.m. innan Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC), þar sem verður stefnt að afléttingu á banni við veiðum úr þeim hvalastofnum, sem þola sjálfbæra nýtingu.
  • ·Að stuðla að þróun rússnesk-íslenskra fyrirtækja á sviði fisk-og sjávarafurða.


Sjávarútvegsráðuneytið
24. september 2002

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta