Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra við heimsókn til slökkviliðs Keflavíkurflugvallar
Ræða dóms- og kirkjumálaráðherra við heimsókn til slökkviliðs Keflavíkurflugvallar
Slökkviliðsstjóri Haraldur Stefánsson
Captain Kiyohara
Aðrir góðir gestir,
Þegar slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli fór þess á leit við mig í ársbyrjun árið 2000 að styrkja uppsetningu og lagfæringu á kapellu hér við slökkvistöðina, sem hafði þjónað varnarliðinu um árabil, fyrst á Stokksnesi við Hornafjörð og síðan í Rockville, tók ég strax vel í þá málaleitan.
Mér er mjög vel ljóst að slökkviliðsmenn, lögreglumenn og aðrir björgunaraðilar lenda oft í afar erfiðum útköllum, sem setja mark sitt á viðkomandi, stundum varanlega. Sem betur fer hefur áfallahjálp þróast hratt, þannig að slík aðstoð er nú yfirleitt á boðstólum. En stundum er unnt að losna frá erfiðri lífsreynslu eða frá minningum án þess að leita slíkrar aðstoðar. Þar á ég við úrræði eins og það að slökkviliðsmenn geta sest inn í kapellu og átt þar kyrrláta stund og slakað á, þótt þeir séu ekki endilega að biðjast fyrir. Ég skil mætavel hversu dýrmætt það er fyrir þá að eiga slíkt athvarf. Einmitt þessvegna var ég strax jákvæð gagnvart beiðni um fjárstuðning við endurbætur og uppsetningu á kapellunni hér við slökkvistöðina. Mér finnst rétt að nefna að Kristján Pálsson, aldþingismaður, sá til þess að viðhalda áhuga mínum á verkefninu, og hann á þakkir skildar fyrir það. Og mér er sagt að kapellan sé í miklum metum hjá slökkviliðsmönnum hér, og þeir geta sannarlega verið stoltir af henni.
Án þess að ég þekki vel til í Bandaríkjunum get ég mér samt þess til, að eftir harmleikinn þar hinn 11. september á síðasta ári, sæki margir, þar á meðal slökkviliðsmenn, mikinn styrk í kirkjum og kapellum.
Kirkjan nýtist að sjálfsögðu líka á hátíðisdögum, svo sem á jólum og páskum, sem venjulegt guðshús.
Síðast og ekki síst hafa slökkviliðsmennirnir hér unnið björgunarstarf í þeim skilningi, að bjarga og varðveita sögulega merkilegri byggingu, sem óvíst er hvað orðið hefði um. Hún hefði jafnvel grotnað niður og eyðilagst. Þeir eiga heiður skilinn, sem stóðu fyrir þessu ágæta framtaki.
Ég þakka fyrir þennan þakkarskjöld sem mér hefur verið afhentur, því mér er sönn ánægja að hafa átt þátt í og hafa stuðlað að því að endurreisn kapelluna hérna varð að veruleika. Með samstilltu átaki margra aðila tókst það ætlunarverk.
(Commanding Officer in the Navy) Captain, Kiyohara,
It is a honour for me to receive this shield here today and I am very thankful. I believe that a chapel like this one can be an important shelter for the fireman to seek rufuge in when they are overwhelmed by stress and memories of ugly episodes in their work. During the years the Firedepartment here at the base has been honoured for oustanding performance, and you captain Kiyohara can be proud of such a team. I am pleased to have been able to support them in restoring the chapel from Rockville and hope they will enjoy it.
Að lokum lýsi ég þeirri von að kapellan megi vera ykkur slökkviliðsmönnum athvarf og guðshús um ókomin ár. Takk fyrir.