Hoppa yfir valmynd
11. október 2002 Utanríkisráðuneytið

Ræða varafastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum um ofbeldi og misrétti gagnvart konum

Nr. 106

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Gréta Gunnarsdóttir, varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt í gær ræðu fyrir Íslands hönd í þriðju nefnd allsherjarþingsins, þar sem fjallað er um félags- og mannréttindamál. Í ræðu sinni fjallaði fulltrúi Íslands meðal annars um böl vaxandi ofbeldis gegn konum í heiminum, mansal, launamisrétti og takmarkaða þátttöku kvenna í stjórnmálum.

Í því sambandi vakti hún sérstaka athygli á aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að draga úr ofbeldi gegn konum á Íslandi. Ennfremur greindi fulltrúi Íslands frá samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og aðgerðum þeirra til að draga úr mansali.

Ræða varafastafulltrúa Íslands er hjálögð.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 11. október 2002



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta