Ræða fastafulltrúa um réttindi barna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
Nr. 108
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt í gær ræðu um réttindi barna fyrir Íslands hönd í þriðju nefnd allsherjarþingsins, þar sem fjallað er um félags- og mannréttindamál. Í ræðu sinni fjallaði fastafulltrúinn meðal annars um alþjóðasamninginn um réttindi barnsins og viðbótarbókanirnar við hann, réttindi stúlkubarna, vernd barna í vopnuðum átökum, dauðarefsingu barna, barnavernd, tjáningarfrelsi barna og aðgerðir gegn vímuefnaneyslu og sjálfsmorðum ungs fólks.
Fastafulltrúinn kvað íslensk stjórnvöld hafa sérstakar áhyggjur af aðstæðum barna á herteknu svæðunum í Palestínu. Hann greindi frá nýmælum nýrrar barnaverndarlöggjafar og aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að stemma stigu við vímuefnaneyslu ungs fólks. Ennfremur skýrði hann frá NetÞingi 2001 - unglingaþingi umboðsmanns barna og nýlegri skýrslu landlæknisembættisins um sjálfsmorð unglinga.
Ræða fastafulltrúa Íslands er hjálögð.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. október 2002