Hoppa yfir valmynd
17. október 2002 Utanríkisráðuneytið

Viðræður um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2003

Nr. 113

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu.

Sendinefndir Íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins komu saman í St. Pétursborg dagana 15.-17. október sl. til að ræða um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2003. Á fundinum náðist ekki samkomulag, en sendinefndirnar stefna að því að koma saman að nýju í London um miðjan nóvember n.k.
Á fundinum settu Norðmenn fram kröfur um breytta skiptingu aflaheimilda, sem hafa í för með sér stóraukna hlutdeild þeirra í veiðunum, en að sama skapi verulegan samdrátt í íslenskum aflaheimildum.
Á fundinum hafnaði íslenska sendinefndin því að umræður um skiptingu aflaheimilda færu fram á grundvelli norsku kröfunnar, en lagði áherslu á að byggt yrði á því starfi við uppbyggingu síldarstofnsins sem hófst með samkomulagi aðila um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiðanna frá árinu 1996, líkt og gert hefur verið árlega síðan.
Í umræðunum studdi íslenska sendinefndin tillögu ráðgjafanefndar Alþjóðahafrannsóknarráðsins um að heildaraflinn á árinu 2003 yrði 710.000 tonn.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. október 2002


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta