Hoppa yfir valmynd
22. október 2002 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fundað um loftslagsbreytingar á Nýju Delhi



Áttunda aðildarríkjaþing rammasamnings um loftslagsbreytingar hefst í Nýju Delhi, Indlandi, miðvikudaginn 23. október. Samingaviðræður vegna Kyotóbókunarinnar eru í höfn en samstarf ríkja við að ná tökum á loftslagsvandanum er langt í frá lokið.

Á sjöunda aðildarríkjaþingi samningsins, sem lauk í Makeresh í nóvember 2001, var endanlega gengið frá ýmsum útfærsluatriðum Kyoto-bókunarinnar, sem upphaflega var samið um í Kyoto árið 1997. Þar á meðal var gengið frá útfærslu Kyoto-bókunarinnar gagnvart Íslandi, sem gerði Íslandi kleift að fullgilda bókunina.

Bókunin mun taka gildi 90 dögum eftir að 55 ríki hafa fullgilt hana, þar með talin iðnríki sem samanlagt báru ábyrgð á a.m.k. 55% af heildarútblæstri iðnríkja viðmiðunarárið 1990. Fyrr í þessum mánuði höfðu 95 ríki fullgilt bókunina. Í þeim hópi eru iðnríki sem báru ábyrgð á 37.1% af heildarútblæstri þessa ríkjahóps árið 1990. Búist er við að Rússland, og nokkur önnur iðnríki, muni fullgilda bókunina fljótlega sem mun nægja til að hún öðlist gildi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi kosið að fullgilda hana ekki.

Aðildarríkjaþingið í Nýju Dehli stendur yfir frá 23. október til 1. nóvember. Alls eiga 185 ríki rétt á setu á þinginu en von er á allt að 3000 þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. Þingið verður ólíkt síðustu aðildarríkjaþingum að því leyti að Kyoto-bókunin verður ekki megin viðfangsefnið. Nú beinist athyglin að framkvæmd þeirra skuldbindinga sem þegar liggja fyrir.

Fulltrúi Íslands á aðildarríkjaþinginu er Halldór Þorgeirsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyti. Halldór gegnir viðamiklu hlutverki þar sem hann er einnig formaður í nefnd sem fjallar um vísinda- og tækniráðgjöf og er önnur af tveimur nefndum aðildarþingsins. Þá má geta þess að Náttúruverndarsamtök Íslands senda áheyrnarfulltrúa á þingið.

Nánari upplýsingar um aðildarþingið er einnig hægt að finna á heimasíðu samningsins: http://unfccc.int

Fréttatilkynning nr. 23/2002
Umhverfisráðuneytið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta