Hoppa yfir valmynd
30. október 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tungutækni - samspil tungu og tækni

Tungutækni - samspil tungu og tækni


Menntamálaráðuneytið hefur undanfarið unnið að framgangi tungutækni hér á landi. Á vegum þess er starfandi verkefnisstjórn sem hefur m.a. staðið að ráðstefnum og fyrirlestrum um tungutækni auk þess að hafa umsjón með tungutæknisjóði sem veitir styrki til tungutækniverkefna.

Síðastliðið vor var gefið út smáritið Tungutækni - samspil tungu og tækni, til kynningar á tungutækni og til að vekja athygli á mikilvægi þess að tryggja stöðu íslenskrar tungu í upplýsingasamfélaginu. Öllum framhaldsskólum er nú send eintök af bæklingnum og óskað eftir að honum verði komið til kennara í íslensku og tölvufræði svo og til annarra sem áhuga hafa. Hægt er að panta fleiri eintök hjá afgreiðslu menntamálaráðuneytisins.

Rétt er að vekja athygli á að Háskóli Íslands hefur skipulagt framhaldsnám í tungutækni og hófu fyrstu nemendur nám þar nú í haust.

Að lokum er vert að minna á vefinn tungutaekni.is þar sem finna má ýmsan fróðleik um tungutækni og framgang tungutækniverkefna.

(Október 2002)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum