Læknar hafna þjónustusamningi í Reykjanesbæ
Uppsagnir heilsugæslulækna á Suðurnesjum
Umræður utan dagskrár á Alþingi, 31. október 2002
Læknar hafna þjónustusamningi í Reykjanesbæ
Heilsugæslulæknar á Suðurnesjum höfnuðu í dag tilboði viðræðunefndar heilbrigðisráðherra um þjónustusamning. Viðræðunefndin bauð heilsugæslulæknunum sem sagt hafa upp störfum upp á að gerður yrði þjónustusamningur við þá um rekstur heilsugæslunnar í Reykjanesbæ og að þeir frestuðu uppsögnum sínum á meðan samningurinn yrði gerður. Læknarnir tóku sér stuttan umhugsunarfrest og tilkynntu síðan fulltrúum viðræðunefndarinnar að þeir héldu fast við kröfu sína um gjaldskrársamning, þ.e. kröfuna um að komast á samning hjá Tryggingastofnun ríkisins. Niðurstaða læknanna þýðir að engin heilsugæslulæknir verður starfandi í Reykjanesbæ frá og með morgundeginum 1. nóvember. Málefni heilsugæslunnar á Suðurnesjum bar á góma í umræðum utan dgaskrár á Alþingi í dag að frumkvæði Guðmundar Árna Stefánssonar sem beindi fyrirspurnum til heilbrigðisráðherra um hvernig hann brygðist við aðstæðunum sem væru að skapast. Svaraði ráðherra spurningum þingmannsins í ræðu sinni.
RÆÐA RÁÐHERRA...