Auglýsing um námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður
AUGLÝSING
UM NÁMSKEIÐ TIL UNDIRBÚNINGS PRÓFI
TIL AÐ ÖÐLAST RÉTTINDI TIL AÐ VERA HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR
Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 774/2000 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn, hefur ákveðið að námskeið skuli haldið á fyrri hluta árs 2003.
Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar. Skal skráning í hlutana fara fram í einu lagi.
Kennslugreinar:
Fyrri hluti: Réttindi og skyldur lögmanna, störf verjenda og réttargæslumanna, skiptastjórn og störf lögmanna að fullnustugerðum, sönnun og lögfræðileg skjalagerð.
Síðari hluti: Málflutningur, önnur störf lögmanna, rekstur lögmannsstofa og kynning á starfsemi Lögmannafélags Íslands.
Auk þess er verklegur hluti, sem felst í aðstoð við flutning eins máls fyrir héraðsdómi.
Tími:
Fyrri hluti: Námskeið í janúar og febrúar 2003 og próf í mars 2003. Námskeiðið hefst síðari hluta janúarmánaðar.
Síðari hluti: Námskeið í apríl og maí 2003 og próf í maímánuði 2003.
Verklega prófraun skal þreyta eftir að fyrra hluta prófi er lokið og eigi síðar en sex mánuðum eftir að lokið er síðari hluta prófi.
Staður: Reykjavík.
Gjald: Fyrri hluti: Kr. 100.000.
Gjald fyrir þátttöku í námskeiði til undirbúnings fyrri hluta prófraunar greiðist við skráningu. Gjald fyrir síðari hluta verður ákveðið síðar. Í námskeiðsgjaldi er innifalið gjald fyrir próf.
Skráning: Skráning fer fram á skrifstofu Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykjavík. Sími 568 5620. Fax 568 7057. Netfang: [email protected]. Greiða skal námskeiðsgjald til skrifstofunnar þar sem einnig eru veittar nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðsins. Jafnframt er bent á vefsíðu félagsins: www.lmfi.is.
Með skráningu skal fylgja afrit prófskírteinis, til staðfestingar því að sá sem skráir sig hafi lokið embættisprófi í lögfræði. Skrái sig færri en 10 til þátttöku er heimilt að fella námskeiðið niður og endurgreiðist þá námskeiðsgjald.
Frestur til að skrá sig á námskeið er til 16. desember 2002.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
1. nóvember 2002.
1. nóvember 2002.