Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur um námskrár í íslensku

Til skólastjóra grunnskóla og skólameistara framhaldsskóla


Fundur um námskrár í íslensku á vegum
Samtaka móðurmálskennara og menntamálaráðuneytisins

Menntamálaráðuneytið og Samtök móðurmálskennara gangast fyrir fundi um námskrár í íslensku 14. nóvember nk. Tilgangur fundarins er að afla upplýsinga um námskrár í íslensku, kosti þeirra og galla og auka umræður um þær. Fjórir fulltrúar Samtaka móðurmálskennara flytja stutt erindi um námskrár fyrir grunn- og framhaldsskóla og auk þess mun Þuríður Jóhannsdóttir gera grein fyrir könnun sem unnin var á vegum Félagsstofnunar HÍ og Rannsóknarstofnunar KHÍ um samanburð á námi, kennslu og námsmati í móðurmáli á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. Þá verða umræður í hópum.

Æskilegt er að fulltrúar sem flestra skóla sjái sér fært að sækja fundinn. Þátttöku ber að tilkynna til Ernu Árnadóttur, menntamálaráðuneytinu, [email protected], eða Eddu Pétursdóttur, Samtökum móðurmálskennara, [email protected], fyrir 12. nóvember nk.
Fundurinn verður haldinn 14. nóvember nk. í Borgartúni 6 og hefst kl 12:30.
    Dagskrá:

    12: 30 Kaffi
    13:00 - 14:00Erindi um námskrár, kosti og galla
    Edda Pétursdóttir, Melaskóla
    Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, Garðaskóla
    Hrönn Hilmarsdóttir, Borgarholtsskóla
    Kristján Jóhann Jónsson, Menntaskólanum við Sund
    14:00 -14:30Fyrirspurnir og umræður
    14:30 Samanburður á námi, kennslu og námsmati í móðurmálinu á Íslandi,
    Danmörku og Svíþjóð. Þuríður Jóhannsdóttir, KHÍ, gerir grein fyrir nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar HÍ og Rannsóknarstofnunar KHÍ
    15:10 - 16:00Umræður í hópum
    16:00Samantekt og fundarlok


    (Nóvember 2002)

      Hafa samband

      Ábending / fyrirspurn
      Ruslvörn
      Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

      Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

      Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta