Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2002 Matvælaráðuneytið

Nýr ráðuneytisstjóri

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 17/2002



Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sett Kristján Skarphéðinsson í stöðu ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum frá 1. janúar nk. til eins árs. Þorgeir Örlygsson, sem gegnt hefur stöðunni, hverfur þá til starfa hjá EFTA-dómstólnum í Luxemborg.

Kristján Skarphéðinsson lauk námi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1983 og framhaldsnámi frá Viðskiptaháskóla Noregs 1987. Hann starfaði í sjávarútvegsráðuneyti frá árinu 1987, þar af sem skrifstofustjóri frá árinu 1997. Þó eru undanskilin árin 1993 til 1996 er hann var fiskimálafulltrúi við sendiráð Íslands í Brussel. Kristján hefur verið skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu frá árinu 1999 á skrifstofu byggðamála. Þá hefur Kristján sinnt stóriðjumálum í iðnaðarráðuneytinu. Kristján er 45 ára gamall, kvæntur Guðrúnu B. Einarsdóttur, kennara, og eiga þau þrjú börn.

Þá hefur Gunnar Örn Gunnarsson verið settur í stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu byggðamála í iðnaðarráðuneytinu frá 1. janúar nk. til eins árs. Gunnar Örn lauk vélaverkfræðiprófi í Háskóla Íslands 1982 og mastersprófi í DTH í Kaupmannahöfn 1984. Gunnar Örn starfaði um 9 ára skeið hjá ISAL og í tæp fimm ár sem framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Marel hf. Frá 1999 – 2002 var hann framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn. Undanfarna mánuði hefur Gunnar Örn sinnt sérverkefnum í iðnaðarráðuneytinu. Gunnar Örn er 44 ára gamall, kvæntur Olgu Bergljótu Þorleifsdóttur kennara og eiga þau fjögur börn.
Reykjavík, 12. nóvember 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta