Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2002 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um íslenska heilbrigðisnetið

Fimmtudaginn 14. nóvember 2002 hélt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið ráðstefnu um Íslenska heilbrigðisnetið í Salnum í Kópavogi. Á ráðstefnunni var fjallað um hvað heilbrigðisnetið er, öryggiskröfur þess, hvaða möguleikar opnast og hvaða áhrif það mun hafa á störf heilbrigðisstarfsfólks. Íslenska heilbrigðisnetið er samskiptanet heilbrigðiskerfisins fyrir allar tegundir rafrænna upplýsinga þar sem öryggi upplýsinganna er tryggt með ákveðnum öryggiskröfum. Samskipti um heilbrigðiskerfið munu ná til allra tegunda upplýsinga í samræmi við öryggisstefnu heilbrigðisnetsins hvort sem um ræðir upplýsingar um einstaka skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins eða upplýsingar um starfsemi einstakra starfseininga eða stofnana heilbrigðiskerfisins.


Dagskrá ráðstefnunnar var þessi:

Ráðstefna á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins
Salnum í Kópavogi 14. nóvember 2002 kl. 13 - 17
Fundarstjóri: Helgi Már Arthúrsson

I. Inngangur
13.00 Setning Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
13.10 Heilbrigðisnet - Nýjungar í heilbrigðisþjónustu, Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
13.35 Öryggisreglur íslenska heilbrigðisnetsins, Þorgeir Pálsson, verkefnisstjóri og sviðsstjóri hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi
13.55 Hlé

II. Hvaða möguleikar opnast?
14.00 Framtíðarsýn íslenska heilbrigðisnetsins, Baldur Johnsen, sviðsstjóri hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi
14.15 Verkefni íslenska heilbrigðisnetsins, Benedikt Benediktsson, tölvunarfræðingur hjá verkefnisstjórn íslenska heilbrigðisnetsins
14.30 Rafrænir lyfseðlar, Hermann Ólason, forstöðumaður hjá Tryggingastofnun ríkisins
14.45 Kaffi - Veggspjaldasýning þar sem öryggisfyrirtæki kynna starfssemi sína

III. Áhrif á störf heilbrigðisstarfsfólks
15.20 Heilbrigðisnetið frá sjónarhóli stjórnanda, Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga
15.30 Áhrif fjarlækninga, Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
15.40 Hvernig breytast störf lækna? Jóhann Heiðar Jóhannsson, læknir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi
15.50 Hvernig breytast störf hjúkrunarfræðinga? Lilja Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi
16.00 Ávinningur af auknu aðgengi að upplýsingum, Sigurður Helgason, læknir, verkefnisstjóri klínískra leiðbeininga

IV. Ráðstefnulok
16.10 Umræður
16.30 Samantekt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta