Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Uppkosning í Borgarbyggð

Dómur Hæstaréttar staðfestir að úrskurður félagsmálaráðuneytisins, um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð, standi óhaggaður, þ.e. kosið skal á ný í sveitarfélaginu.

Bæjarráð Borgarbyggðar hefur í samráði við yfirkjörstjórn ákveðið að leggja til við bæjarstjórn að kosið verði 7. desember nk.

Gerð verður ný kjörskrá og er viðmiðunardagur hennar 16. nóvember. Eftir að bæjarstjórn hefur yfirfarið nýjan kjörskrárstofn mun kjörskráin verða lögð fram. Kjörskráin skal liggja frammi í 10 daga fyrir kjördag, þ.e. leggja þarf hana fram 27. nóvember nk.

Engar breytingar verða varðandi önnur atriði tengd framkvæmd kosninganna, t.d. eru sömu og óbreyttir framboðslistar í kjöri.

Félagsmálaráðuneytið mun birta allar upplýsingar fyrir sveitarfélagið, kjörstjórnir og kjósendur með sams konar hætti og í kosningunum í vor, t.d. munu leiðbeiningar og upplýsingar verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins. Jafnframt er gert ráð fyrir að unnt verði að senda fyrirspurnir með tölvupósti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum