Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2002 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra sækir leiðtogafund NATO í Prag

Nr. 125

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Prag í Tékklandi dagana 21. – 22. nóvember nk.

Utanríkisráðherra mun eiga fund með Josef Bonnici, viðskiptaráðherra Möltu, mánudaginn 18. nóvember og daginn eftir opnar hann formlega verksmiðju lyfjafyrirtækisins Pharmaco hf. á Möltu , sem endurnýjuð hefur verið frá grunni.
Ennfremur mun ráðherrann heimsækja nýtt fyrirtæki í eigu Lánstrausts hf. sem hefur verið stofnað á Möltu.

Með embættisverkum sínum á Möltu og í Tékklandi í næstu viku er ráðherrann kominn til opinberra starfa á ný.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 15. nóvember 2002.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta