Samkomulag ríkisstjórnarinnar og eldri borgara
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
19.11.2002
Samkomulag ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara
Í tilefni samkomulags ríkisstjórnar Íslands og Landssambands eldri borgara sem felur í sér um margþættar aðgerðir sem snúa að aðbúnaði, skipulagi öldrunarþjónustu og hækkun á greiðslum almannatrygginga kvaddi Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra sér hljóðs á Alþingi í dag og gerði grein fyrir helstu þáttum samkomulagsins.
Fram kom í umræðum sem urðu um samkomulagið að árlegur kostnaður yrði nær fimm milljarðar króna þegar tillögurnar væru allar komnar til framkvæmda og að hækkun á útgjöldum almannatrygginga yrði um 1600 milljónir króna á árinu 2003 og um 1000 milljónir á árinu 2004, eða samtals um 2600 milljónir, þegar tillögurnar verða komnar til framkvæmda. Aðspurður lýsti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra yfir því að hann hefði lagt áherslu á að bætur öryrkja tækju sömu breytingum og samið hefði verið um við Landssamband eldri borgara. Sagðist ráðherra myndu gera forystumönnum öryrkja grein fyrir málinu.
NÁNAR...