Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2002 Matvælaráðuneytið

Nýr forstjóri Byggðastofnunar

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 18/2002






Iðnaðarráðherra skipaði í dag Aðalstein Þorsteinsson í stöðu forstjóra Byggðastofnunar frá 1. janúar nk. Stjórn Byggðastofnunar mælti með skipun Aðalsteins í starfið.

Aðalsteinn Þorsteinsson er fæddur 1. júlí 1966. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1986 og embættisprófi í lögfræði vorið 1993.

Frá árinu 2001 hefur Aðalsteinn verið forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar en var settur forstjóri stofnunarinnar frá 21. júní 2002 til 31. desember 2002.

Maki Aðalsteins er Helga Finnbogadóttir og eiga þau tvö börn.

Alls sóttu 16 um stöðu forstjóra Byggðastofnunar. Samkvæmt lögum um stofnunina skipar iðnaðarráðherra í starfið til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar.
Reykjavík, 25. nóvember 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum