Samspil og samvinna menntunar og heilsu
Samspil og samvinna menntunar og heilsu
Heilsuefling í skólum heldur ráðstefnu á vegum menntamálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis og Landlæknisembættis
Föstudaginn 6. desember 2002 kl. 9:00 - 17:00 í Borgartúni 6, Reykjavík
Heilsuefling
Heilsuefling miðar að því að gera fólki kleift að lifa heilsusamlegu lífi við heilnæmar aðstæður. Heilbrigði verður ekki málefni heilbrigðisstéttanna einna, heldur þverfaglegt átak allra, allt frá stjórnvöldum til einstaklinga. Lykilhugtak er styrking, þ.e. að efla mátt og megin einstaklinga og samfélags við að taka þær ákvarðanir sem leiða til aukins heilbrigðis.
Heilsuefling í skólum
Heilsuefling er mikilvæg fyrir börn og unglinga, auk þess sem hún leiðir til aukins heilbrigðis síðar á ævinni. Í skólanum næst til allra nemenda, einnig þeirra sem vegna aðstæðna eða annarra þátta eiga erfitt með að velja heilbrigt líf án stuðnings. Heilsuefling í skólum miðar ekki eingöngu að fræðslu og heilsufarsskoðunum, heldur að gera allt skólasamfélagið að uppsprettu heilbrigðis. Lykilfólkið eru nemendurnir sjálfir, foreldrar, kennarar og annað starfslið skólans, en heilbrigðisstarfsfólk veitir sérfræðilega ráðgjöf og stuðning.
Ísland er þátttakandi í "European Network of Health Promoting Schools", sem er samstarfsverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar, Evrópuráðs og Evrópusambands. Alls taka rúmlega fjörutíu lönd í Evrópu þátt í verkefninu.
Í þróunarverkefninu hér á landi er lögð mikil áhersla er á að efla góð mannleg tengsl, sem rannsóknir sýna að stuðla að bættu heilbrigði og aukinni sjálfsvirðingu, sem aftur stuðlar að heilbrigðum lífsháttum. Til að tryggja samfellu og samstarf var ákveðið að fá til samstarfs skóla á öllum skólastigum. Þannig er reynt að tryggja að nemendur séu í heilsueflandi skóla frá upphafi skólagöngu. Markmiðið er að allt skólastarf, umhverfi skólanna og samstarf við foreldra og aðra í samfélaginu miði að því að nemendum líði og farnist sem best.
Ráðstefnan bíður upp á ýmsa fyrirlestra sem lúta að hugmyndafræði Heilsueflingar í skólum. Einnig munu samstarfsskólarnir kynna sínar leiðir að markmiðum heilsueflandi skóla sem þeir hafa gert á misjafnan hátt og með mismunandi áherslum.
Markmið ráðstefnunnar:
Markhópar:
Ýmsir samstarfsaðilar: Geðrækt, Vinnueftirlitið, Manneldisráð, Áfengis- og vímuvarnarráð,Tóbaksvarnarnefnd, Hitt húsið, Alþjóðahúsið, Jafningjafræðslan, Félag um lýðheilsu, Íþróttir fyrir alla, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttasamband fatlaðra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Sunnuhlíð hjúkrunarheimili aldraðra Kópavogi, Dagdvöl, Félag eldri borgara, Landspítali-háskólasjúkrahús Kópavogi.
Samstarfsaðilar verkefnisins Heilsuefling í skólum:
Tengiliðir:
Anna Björg Aradóttir | Anna Lea Björnsdóttir |
verkefnisstjóri Heilsueflingar | verkefnisstjóri Heilsueflingar í skólum |
Landlæknisembættið | Menntamálaráðuneytið |
Laugavegi 116, 105 Reykjavík | Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík |
Sími: 510 1900 | Sími: 545 9500 |
Bréfasími: 510 1919 | Bréfasími: 562 3068 |
Netfang: [email protected] | Netfang: [email protected] |
Dagskrá ráðstefnu