Framlagning kjörskrár í Borgarbyggð
Athygli kjósenda í Borgarbyggð er vakin á því að kjörskrá vegna fyrirhugaðra sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 7. desember 2002 hefur verið lögð fram. Kjörskrá skal liggja frammi í a.m.k. tíu daga fyrir kjördag, þ.e. frá og með 27. nóvember. Kjósendur geta gert athugasemdir við kjörskrána fram á kjördag og ber þeim að beina slíkum erindum til bæjarstjórnar. Varðandi nánari upplýsingar um kjörskrána ber kjósendum að snúa sér til bæjarskrifstofunnar í Borgarbyggð.