Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2002 Matvælaráðuneytið

Tvær nýjar reglugerðir um síldveiðar

Fréttatilkynning


Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar gefið út tvær reglugerðir varðandi síldveiðar með vörpu.

Að undanförnu hafa veiðieftirlitsmenn orðið varir við aukaafla ýmissa tegunda í flotvörpu síldveiðiskipa. Ráðuneytið hefur því ákveðið að aðeins sé heimilt að stunda síldveiðar með vörpu utan 12 sjómílna frá viðmiðunarmörkum sbr. lög nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Þessi reglugerð öðlast þegar gildi.

Að undanförnu hefur orðið vart talsverðs magns smásíldar í afla síldveiðiskipa við Austurland og hefur komið til skyndilokanna á svæðinu af þeim sökum. Ráðuneytið hefur því gefið út reglugerð þar sem allar síldveiðar eru bannaðar frá kl. 1500, 30. nóvember 2002 á svæði út af Austfjörðum milli Kambaness og Loðmundarfjarðar.. Nánari upplýsingar veita strandarstöðvar.



Sjávarútvegsráðuneytið, 29. nóvember 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum