Hoppa yfir valmynd
2. desember 2002 Matvælaráðuneytið

Opinber heimsókn Cecil Clarke ráðherra atvinnuþróunarmála í ríkisstjórn Nova Scotia-fylkis í Kanada.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 19/2002





Cecil Clarke ráðherra atvinnuþróunarmála (Economic Development) í ríkisstjórn Nova Scotia-fylkis í Kanada dvelur á Íslandi í opinberri heimsókn dagana 2. og 3. desember 2002. Gestgjafi ráðherrans er Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Formlegt samstarf hefur ríkt milli ráðuneytanna síðan 1998, en þá var undirrituð viljayfirlýsing (MOU) þess efnis. Markmið með samstarfinu er að auka viðskipti milli Íslands og Nova Scotia. Í heimsókninni nú munu Cecil Clarke og Valgerður Sverrisdóttir undirrita nýja yfirlýsingu (MOU) milli ráðuneytanna og er tilefnið m.a. skipulagsbreytingar í ráðuneytinu í Nova Scotia. Þá sýnir undirritunin vilja ráðuneytanna til frekara samstarfs.

Auk þess að eiga fundi með Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun Cecil Clarke hitta Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra, stjórnendur Flugleiða og heimsækja nokkur íslensk fyrirtæki. Þeirra á meðal eru Tölvumyndir og Marel en bæði fyrirtækin hafa starfsstöðvar í Nova Scotia.

Blaða- og fréttamenn sem óska eftir að ræða við Cecil Clarke, eða óska frekari upplýsinga um heimsóknina, eru beðnir að hafa samband við Pál Magnússon aðstoðarmann iðnaðar- og viðskiptaráðherra í síma 545-8500 eða 864-1840. Tími til viðtala gæfist þriðjudaginn 3. desember nk. kl. 13:15.
Reykjavík, 2. desember 2002.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta