Hoppa yfir valmynd
3. desember 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Breytingar á röð samræmdra lokaprófa í 10. bekk grunnskóla vorið 2003

Til skólastjóra grunnskóla, skólanefnda,
foreldraráða, skólaskrifstofa og ýmissa hagsmunaaðila

Breytingar á röð samræmdra lokaprófa
í 10. bekk grunnskóla vorið 2003

Menntamálaráðuneytið vísar til bréfs ráðuneytisins til skólastjóra grunnskóla og skólanefnda frá 6. mars sl. þar sem tilkynnt var um prófgreinar og prófdaga í samræmdum lokaprófum í 10. bekk grunnskóla 2003. Ákvörðun um prófdaga samræmdra prófa í 10. bekk vorið 2003 var tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna. Í ljósi athugasemda sem borist hafa ráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar og umfjöllunar í samráðsnefnd menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka kennara og skólastjóra hefur ráðuneytið ákveðið að í stað náttúrufræði verði stærðfræði síðasta prófið vorið 2003 en náttúrufræði verði á þeim degi sem áður var ætlaður stærðfræði. Engar aðrar breytingar verða á röð eða tímasetningu prófanna.

Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2003 verða sem hér segir:

Íslenska föstudagur 2. maíkl. 9.00-12.00
Náttúrufræði mánudagur 5. maíkl. 9.00-12.00
Enska þriðjudagur 6. maíkl. 9.00-12.00
Samfélagsgreinar fimmtudagur 8. maíkl. 9.00-12.00
Danska föstudagur 9. maí kl. 9.00-12.00
Stærðfræði mánudagur 12. maí kl. 9.00-12.00

Að gefnu tilefni skal tekið fram að samræmd lokapróf eru valfrjáls fyrir nemendur, sbr. 1. og 2. gr. reglugerðar nr. 414/2000.

(Desember 2002)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum