Hoppa yfir valmynd
4. desember 2002 Innviðaráðuneytið

Nýtt hafnaráð skipað - kona í fyrsta skipti formaður

Samgönguráðherra hefur skipað nýtt hafnaráð, en hafnaráð er ráðherra til ráðuneytis um hafnamál. Nú í fyrsta skipti í sögu hafnaráðs er kona skipuð sem formaður, Sigríður Finsen, hagfræðingur.

Sigríður lauk BS gráðu frá háskólanum í York 1981 og M.Sc. gráðu frá London School of Economics 1985.

Verkefni hafnaráðs eru eftirfarandi:
1. Hafnaráð veitir samgönguráðherra umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun, sbr. lög um samgönguáætlun.
2. Hafnaráð gefur ráðherra umsögn um breytingar á lögum og reglum er varða hafnamál og sjóvarnir.
3. Hafnaráð er stjórn Hafnabótasjóðs samkvæmt hafnalögum. Hafnaráð hefur umsjón með greiðsluþátttöku ríkisins við hafna- og sjóvarnaframkvæmdir og afgreiðir umsóknir um tjónabætur sem sendar eru til sjóðsins.
4. Hafnaráð er Siglingastofnun til ráðgjafar um framkvæmd áætlana í hafna- og sjóvarnaframkvæmdum.

Aðrir aðalmenn í hafnaráði eru:
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, varaformaður.
Brynjar Pálsson, formaður samgöngunefndar Skagafjarðar.
Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykjavík.
Ólafur M. Kristinsson, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.

Varamenn í hafnaráði eru:
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur, Tálknafirði.
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd.
Björn Magnússon, formaður hafnarstjórnar, Akureyri.
Steinþór Pétursson, sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði.
Ólafur J. Briem, framkvæmdastjóri SÍK.

Sigríður Finsen


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta