Hoppa yfir valmynd
4. desember 2002 Mennta- og barnamálaráðuneytið

UT2003 ráðstefnan haldin á Akureyri 28.2.-1.3.2003

UT2003 Ráðstefnan haldin á Akureyri 28.2.-1.3.2003

Til Skólastjórnenda leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla


Óskir um hugmyndir að fyrirlesurum og efni á UT2003, fyrir 10. janúar 2003

Undanfarin fjögur ár hefur menntamálaráðuneytið staðið fyrir ráðstefnum sem tengjast upplýsingatækni í skólastarfi, undir heitinu UT. Ráðstefnum þessum hefur verið vel tekið af skólafólki en um 1300 manns tóku þátt á síðasta ári. Hafa ráðstefnurnar skapað góðan vettvang fyrir skólastjórnendur, kennara og aðra áhugasama til að finna nýjar lausnir, leysa vandamál og miðla nýjungum í upplýsingatækni í skólastarfi.

UT2003 ráðstefna verður haldin dagana 28. febrúar – 1. mars 2003 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að tryggja að þeirri dýrmætu reynslu sem myndast hefur undanfarin ár verði miðlað með skírskotun til framtíðarinnar. Menntun stendur nú á þeim tímamótun að gera þarf markvissar framtíðaráætlanir um víðtæka notkun upplýsingatækni í námi.

Með bréfi þessu er kallað eftir hugmyndum að fyrirlestrum og öðru efni á ráðstefnuna. Leitað er eftir erindum sem taka fyrir ofangreindar áherslur frá ólíku sjónarhorni, t.d. landsbyggðarinnar, kennarans og ólíkra samstarfsaðila. Horft er til þess hvernig menntakerfi framtíðarinnar muni mótast, hvað þarf að gera og hvernig til að skipuleggja og nýta upplýsingatæknina.

Menntmálaráðuneytið hefur fengið Mennt – samstarfsvettvang atvinnulífs og skóla til að annast framkvæmd ráðstefnunnar. Óskað er eftir að hugmyndir að erindum berist til Menntar fyrir 10. janúar 2003 á meðfylgjandi eyðublaði. Er bent á að vanda til þeirra upplýsinga sem koma fram á blaðinu því þær verða notaðar til að velja úr erindi á dagskrá ráðstefnunnar og á heimasíðu til kynningar. Eyðublaðið sendist á Gyðu Dröfn, verkefnastjóra hjá Mennt, á netfangið [email protected], en hún veitir einnig nánari upplýsingar í síma 511 2660. Staðfesting á því hvort erindið fer á dagskrá ráðstefnunnar mun berast fyrir lok janúar.

Skólastjórnendur eru beðnir um að kynna erindi þessa bréfs fyrir starfsmönnum sínum og nemendum og hvetja þá til að senda inn tillögur að efni sem fellur að áherslum ráðstefnunnar. Að gefnu tilefni er bent á að töluvert hefur hallað á leikskóla- og háskólastigið á ráðstefnum undanfarinna ára og að jafnframt hefur sjónarhorn nemenda ekki verið áberandi.

Ennfremur er þess farið á leit að skólastjórnendur hvetji kennara, nemendur og aðra áhugasama til að sækja ráðstefnuna. Heimasíða ráðstefnunnar, sem er uppfærð reglulega, er á slóðinni www.menntagatt.is/ut2003 og þar fer skráning fram.



Bestu kveðjur,

Hrönn Pétursdóttir Jóna Pálsdóttir
verkefnisstjóri deildarstjóri þróunarsviðs
menntamálaráðuneyti.is menntamálaráðuneyti.is


(Nóvember 2002)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum