Hoppa yfir valmynd
6. desember 2002 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga undirritaður

Í upphafi samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga sl. miðvikudag var undirritaður nýr samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga.

Nýr samstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga undirritaðurHinn nýi sáttmáli gildir til ársloka 2004 og tekur við af eldri sáttmála sem undirritaður var 4. desember 2000. Í honum er m.a. kveðið skýrar á um hlutverk samstarfsnefndar sem fjalla á reglulega um ýmis efnahagsmál á milli samráðsfunda aðilanna svo sem þróun í fjármálum og kjaramálum ríkis og sveitarfélaga.

Ennfremur er fjallað sérstaklega um samvinnu aðilanna er varðar sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaganna þannig, að hann verði virtur í samræmi við ákvæði Evrópusáttmálans um sjálfstjórn sveitarfélaga.


Skjal fyrir Acrobat ReaderSamstarfssáttmáli ríkis og sveitarfélaga (85 KB)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum