Aukning á úthafsrækjuafla.
Aukning á leyfilegum hámarksafla í úthafsrækju.
Hafrannsóknastofnunin hefur lokið úrvinnslu gagna um úthafsrækju á yfirstandandi fiskveiðiári. Að þeirri vinnu lokinni leggur Hafrannsóknastofnunin til að afli í úthafsrækju fari ekki fram yfir 30 þús. lestir á þessu fiskveiðiári og hefur ráðuneytið í samræmi við þá tillögu aukið leyfilegan heildarafla úr 23 þús. lestum í 30 þús. lestir.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 19. desember 2002.