Hoppa yfir valmynd
31. desember 2002 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs árið 2002. Greinargerð 6. febrúar 2003.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs árið 2002 (PDF 18K)

Nú liggja fyrir tölur um greiðsluafkomu ríkissjóðs á síðastliðnu ári. Þær sýna sjóðhreyfingar og eru sambærilegar við almenn sjóðstreymisyfirlit. Niðurstaðan er hins vegar ekki samanburðarhæf við ríkisreikning eða fjárlög ársins sem eru sett fram á rekstrargrunni.

Heildaryfirlit. Greiðsluafkoman endurspeglar í meginatriðum þær efnahagsforsendur sem lágu til grundvallar fjárlögum ársins sem gerðu ráð fyrir að staða ríkissjóðs myndi veikjast vegna samdráttar í þjóðarútgjöldum. Ef eitthvað er benda þessar tölur til þess að efnahagssamdrátturinn kunni að hafa orðið meiri á árinu 2002 en síðustu áætlanir bentu til.

Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 16,3 milljarða króna samanborið við 1S milljarðs neikvæða stöðu árið 2001. Fjármunahreyfingar eru hins vegar jákvæðar um 12,2 milljarða króna í stað 24,2 milljarða neikvæðrar stöðu í fyrra. Þar munar mestu um 25 milljarða aukningu stofnfjárframlaga og lánveitingar til Seðlabankans árið 2001, auk þess sem innstreymi vegna sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands í júní sl. nam um 5 milljörðum króna. Þá hækka innheimtar afborganir um 7,3 milljarða frá sama tíma árið áður. Mikill viðsnúningur í fjármunahreyfingum leiddi til þess að hreinn lánsfjárjöfnuður varð einungis neikvæður um 4,1 milljarð króna árið 2002, samanborið við 25,7 milljarða neikvæða stöðu árið 2001.

Tekjur. Heildartekjur ríkissjóðs námu 223,7 milljörðum króna árið 2002 og hækkuðu um tæpa 13 milljarða frá árinu á undan, eða um 5,8%. Þar af námu skatttekjur ríkissjóðs 212 milljörðum króna og hækkuðu um 4,3% á milli ára. Til samanburðar má nefna að almennt verðlag hækkaði um 4,8% á sama tíma. Skattar á tekjur og hagnað hækkuðu um 4,4% á milli ára og námu 53,4 milljörðum. Þar af skiluðu tekjuskattar einstaklinga um 3,2 milljörðum meira en árið áður sem er 6,6% aukning. Tryggingagjöld námu 22,6 milljörðum króna sem er hækkun upp á 1,6 milljarða króna eða 7,8 % frá fyrra ári. Þessi aukna innheimta skatta af launatekjum einstaklinga, bæði tekjuskatti einstaklinga og tryggingagjalds, endurspeglar hækkun launa sem meðal annars birtist í því að launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 7,1% árið 2002. Innheimtur tekjuskattur lögaðila nam 6,8 milljörðum árið 2002 sem er um 1,9 milljörðum minna en árið 2001. Skattar á vöru og þjónustu hækkuðu um 4 milljarða króna frá árinu á undan og nema 110,8 milljörðum króna sem er um 1% lækkun að raungildi milli ára. Af einstökum liðum má nefna að innheimta virðisaukaskatts jókst um 3,7 milljarða, eða um tæplega S% að raungildi. Á móti þeirri hækkun vegur samdráttur í öðrum óbeinum sköttum, s.s. vörugjöldum af ökutækjum og bensíni.


Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-desember
(Í milljónum króna)
1998
1999
2000
2001
2002
Innheimtar tekjur...........................................
167.388
194.993
207.521
220.854
233.762
- Sala eigna………………………………
-2.081
-6.360
-88
-1.106
-3.252
Greidd gjöld....................................................
159.652
177.964
195.411
221.305
246.811
Handbært fé frá rekstri..................................
5.031
10.667
12.062
-1.557
-16.300
Fjármunahreyfingar.......................................
10.629
15.764
3.988
-24.157
12.167
Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................
15.660
26.431
16.050
-25.714
-4.133
Afborganir lána..............................................
-28.933
-35.013
-34.544
-22.407
-32.298
Innanlands....................................................
-19.102
-18.214
-21.010
-7.603
-12.217
Erlendis.........................................................
-9.831
-16.799
-13.534
-14.804
-20.080
Greiðslur til LSR og LH.................................
0
-6.000
-7.000
-12.500
-9.000
Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................
-13.273
-14.582
-25.494
-60.620
-45.431
Lántökur.........................................................
18.435
14.321
25.296
61.444
42.914
Innanlands....................................................
19.150
-1.373
3.563
12.747
12.360
Erlendis........................................................
-715
15.694
21.733
48.697
30.553
Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................
5.162
-261
-198
825
-2.518

Gjöld. Greidd gjöld námu 246,8 milljörðum króna og hækkuðu um 25,5 milljarða frá fyrra ári, eða um 11,5%. Hins vegar urðu gjöldin 4,1 milljarði lægri en fjárheimildir eða um 1,6%. Útgjöld til félagsmála (þ.m.t. heilbrigðis- fræðslumál og almannatryggingar) námu 154,2 milljörðum, en þau vega 62,5% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þar munar mestu um útgjöld til heilbrigðismála, eða 65 milljarða króna og hækkuðu þau um 8,5 milljarða frá fyrra ári. Þá námu greiðslur til almannatrygginga 47,6 milljörðum og hækkuðu um 5,4 milljarða króna. Greiðslur til samgöngu- og atvinnumála voru 23,4 milljarðar og hækkuðu um 1,2 milljarða frá fyrra ári. Vaxtagreiðslur voru 17,8 milljarðar og hækka um 1 milljarð króna milli ára.

Lántökur. Lántökur ríkissjóðs námu 42,9 milljörðum króna á árinu. Þar af nema erlend langtímalán 30,6 milljörðum króna. Lántökur innanlands námu 12,4 milljörðum króna. Á móti lántökum vega afborganir að fjárhæð 32,3 milljarðar króna. Þá voru 9 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.


Tekjur ríkissjóðs janúar-desember
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2000
2001
2002
1999
2000
2001
2002
Skatttekjur í heild.....................
193.031
203.252
212.049
14,8
10,9
5,3
4,3
Skattar á tekjur og hagnað....
56.283
64.215
67.060
18,4
17,2
14,1
4,4
Tekjuskattur einstaklinga.........
42.899
50.065
53.371
17,0
15,8
16,7
6,6
Tekjuskattur lögaðila................
8.256
8.655
6.788
23,6
-1,4
4,8
-21,6
Skattur á fjármagnstekjur........
5.128
5.495
6.901
22,4
95,7
7,2
25,6
Tryggingagjöld..........................
19.100
20.965
22.603
9,5
11,2
9,8
7,8
Eignarskattar............................
9.848
10.703
11.037
5,3
18,1
9,0
3,1
Skattar á vöru og þjónustu....
107.811
106.752
110.811
14,9
7,2
-1,0
3,8
Virðisaukaskattur......................
69.050
69.932
73.646
17,3
9,0
1,3
5,3
Aðrir óbeinir skattar..................
38.750
36.820
37.165
11,1
4,1
-5,0
0,9
Þar af:
Vörugjöld af ökutækjum...........
5.025
2.994
2.864
20,2
-12,1
-40,4
-4,3
Vörugjöld af bensíni.................
7.558
7.427
7.381
6,7
5,6
-1,7
-0,6
Þungaskattur.............................
4.546
4.811
4.722
15,0
15,4
5,8
-1,8
Áfengisgjald og hagn. ÁTVR....
8.927
8.792
8.827
7,6
6,9
-1,5
0,4
Annað............................................
12.694
12.796
13.371
11,2
5,3
0,8
4,5
Aðrir skattar................................
0
617
539
41,1
6,0
0
-12,6
Aðrar tekjur..................................
14.490
17.601
21.714
39,0
-29,0
21,4
23,4
Tekjur alls.....................................
207.521
220.853
233.762
16,9
7,0
6,4
5,8


Gjöld ríkissjóðs janúar-desember
(Í milljónum króna)
Breyting frá fyrra ári. %
2000
2001
2002
1999
2000
2001
2002
Almenn mál.................................
23.355
24.119
27.119
14,8
15,0
3,3
12,4
Almenn opinber mál..................
12.916
13.244
14.941
16,1
16,6
2,5
12,9
Löggæsla og öryggismál..........
10.439
10.875
12.178
13,2
13,0
4,2
11,9
Félagsmál....................................
118.066
136.029
154.233
10,1
7,1
15,2
13,4
Þar af: Fræðslu- og menningarmál...
24.500
29.220
32.588
10,1
5,4
19,3
11,5
Heilbrigðismál..........................
51.493
56.453
64.966
14,7
9,1
9,6
15,1
Almannatryggingamál..............
34.901
42.125
47.566
4,3
4,3
20,7
12,9
Atvinnumál.................................
29.816
34.342
36.451
12,0
4,4
15,2
6,1
Þar af: Landbúnaðarmál..........
8.754
10.441
11.033
6,3
2,1
19,3
5,7
Samgöngumál.........................
13.288
15.169
16.078
12,8
9,3
14,2
6,0
Vaxtagreiðslur............................
16.125
16.817
17.789
-10,0
44,4
4,3
5,8
Aðrar greiðslur..........................
8.048
10.006
11.216
97,0
4,9
24,3
12,1
Greiðslur alls..............................
195.411
221.305
246.810
11,5
9,8
13,3
11,5



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta