Vegabréfsáritanir vegna ferðalaga til Taílands
Nr. 1
FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
frá utanríkisráðuneytinu
Taílensk stjórnvöld hafa tilkynnt að tekið hafi gildi nýjar reglur um vegabréfsáritanir sem fela það í sér að íslenskir ríkisborgarar þurfi vegabréfsáritun vegna ferðalaga til Taílands.
Framkvæmd þessara reglna var frestað að því er varðar Íslendinga til 29. janúar 2003, þar sem íslensk stjórnvöld fóru þess á leit að Íslendingar yrðu undanþegnir áritunarskyldu vegna ferðalaga sem standa skemur en 30 daga, eins og á við um ríkisborgara annarra Norðurlanda og Schengen-ríkja.
Nú hefur hins vegar komið í ljós að taílenskum landamærastöðvum er ekki öllum kunnugt um frestunina. Því telur utanríkisráðuneytið ráðlegt fyrir íslenska ríkisborgara sem hyggjast ferðast til Taílands á næstunni og meðan þetta óvissuástand í áritunarmálum ríkir að afla sér vegabréfsáritunar áður en lagt er í ferðina.
Vegabréfsáritanir eru gefnar út hjá ræðisskrifstofu Taílands, Hæðarbyggð 26, Garðabæ, sími 565 7121.
Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 3. janúar 2003.