Úthlutun aflaheimilda úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks.
Úthlutun aflaheimilda úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks
Í framhaldi af inngöngu Íslands í Atlantshafs túnfiskveiðiráðið (ICCAT) árið 2002, komu í hlut Íslands aflaheimildir fyrir árið 2003 sem nema 30 tonnum af bláuggatúnfiski. Um er að ræða veiðiheimildir úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks en útbreiðslusvæði hans er talið ná frá Grænhöfðaeyjum til Noregs.
Útgerðir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum veiðum skulu sækja um veiðiheimildir til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 24. janúar 2003. Úthlutað verður á grundvelli 6. mgr. 5. gr. laga um veiðar utan lögsögu Íslands nr. 151/1996.Við úthlutun verður sérstaklega litið til fyrri veiða skips úr viðkomandi stofni, stærðar þess og gerðar. Einnig verður tekið mið af búnaði skips.
Sjávarútvegsráðuneytið, 10. janúar 2003.