Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2003 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stuðningur við lista- og menningarstarfsemi 2003

Í fjárlögum 2003 er, eins og undanfarin ár, fjárveitingarliðurinn "Listir, framlög". Að því leyti sem skipting liðarins er ekki ákveðin í fjárlögum ráðstafar menntamálaráðuneytið honum á grundvelli umsókna til ýmissa verkefna á sviði lista og annarrar menningarstarfsemi.

Stuðningur við lista- og menningarstarfsemi



Í fjárlögum 2003 er, eins og undanfarin ár, fjárveitingarliðurinn "Listir, framlög". Að því leyti sem skipting liðarins er ekki ákveðin í fjárlögum ráðstafar menntamálaráðuneytið honum á grundvelli umsókna til ýmissa verkefna á sviði lista og annarrar menningarstarfsemi. Árið 2003 er gert ráð fyrir að ákvörðun um framlög af þessum lið verði tekin í febrúar, maí, september og nóvember með hliðsjón af umsóknum sem fyrir liggja hverju sinni við upphaf þessara mánaða. Nauðsynlegt kann þó að reynast að víkja frá þessum tímamörkum. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk er ný umsókn hans að jafnaði einungis tekin til umfjöllunar hafi hann skilað fullnægjandi greinargerð vegna eldri verkefna.

Eyðublöð fyrir umsóknir um styrk af framangreindum fjárlagalið og fyrir greinargerð um ráðstöfun styrkfjár fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4. Einnig er unnt að nálgast eyðublöðin á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is

Árið 2003 verður umsóknarfrestur sem hér segir: 1. febrúar, 1. maí, 1. september og 1. nóvember.


Menntamálaráðuneytið, 9. janúar 2003.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum