Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2003 Utanríkisráðuneytið

Fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO)

Nr. 3

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í dag afhenti Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, William A. O'Neill, aðalframkvæmdastjóra Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, tilkynningu íslenskra stjórnvalda um skipun hans sem fyrsta fastafulltrúa Íslands gagnvart stofnuninni.

Alþjóðasiglingamálastofnunin er ein af undirstofnunum Sameinuðu þjóðannna og eru höfuðstöðvar hennar í London. Stofnunin gegnir veigamiklu hlutverki á sviði siglinga-, sjávarútvegs- og umhverfismála, einkum varðandi öryggismál sjómanna, öryggi fiskiskipa og mengun sjávar.

Ísland gerðist aðili að Alþjóðasiglingamálastofnuninni árið 1960 og hefur fullgilt flesta sáttmála og samninga á vegum stofnunarinnar og tekið virkan þátt í störfum hennar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 17. janúar 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta